GentleSpace Gistiherbergi
. . . mjög vel útbúin og smekklega innréttuð herbergi á góðum stað
GentleSpace Gistiherbergi eru á Hlíðarvegi 14 við miðbæinn. Þar eru 3 tveggjamanna herbergi, 14-16fm að stærð. Parkett á gangi og herbergjum.
Sérinngangur að gistiherbergisgangi frá garðinum.
Öll 3 gestaherbergin eru með uppbúin rúm og handklæði, ísskáp, örbylgjuofn, kaffivél, hraðsuðuketil, borðbúnað, hárblásara, flatskjá og myndlykil, frítt Ljósnet og aðgangur að garði þar sem er gasgrill, borð og stólar.
Nýlega uppgert baðherbergi sem þessi 3 herbergi deila á herbergisgangi. Einnig er WC á annari hæð.
Bæði tveggjamanna herbergin eru með mjög gott hjónarúm (140x200). Útsýni er yfir garðinn.
Þriðja herbergið ("twin") er með 2 mjög góð einstaklingsrúm (80x200cm).
Hlíðarvegur 14 er vel staðsett á rólegu götuhorni, u.þ.b. 3ja mínútna gangur er í miðbæinn þar sem eru veitingahús, kaffihús, bakarí, bankar, matvörubúð, og fl.
Smáhressing bíður gesta á komudegi.
Notaleg gisting á Ísafirði sem hentar einstaklingum, pörum, fjölskyldum og smærri hópum.
Grunnupplýsingar |
Verð f. nóttina |
Frá 12.000-19.000
Skattar innifaldir
|
|
Stærð |
18fm
|
|
Herbergin |
3 tveggjamanna- herbergi (fyrir 1-2) |
|
Rúmin |
Tvö herbergi með hjónarum og eitt herbergi með tvö einstaklingsrúm. |
|
Lágmarksdvöl |
1 nótt
|
Hæð |
Jarðhæð |
|
|
|
Koma |
Frá kl. 16:30 |
|
Brottför |
Fyrir kl. 11:00 |
|
|
Húsbúnaður |
Herbergin
- Uppbúin rúm
- Handklæði
- Ísskápur
- Örbylgjuofn
- Kaffivél
- Hraðsuðuketill
- Borðbúnaður
- Sjónvarp + myndlykill
- WiFi aðgangur (ljósleiðari)
- Hárblásari
- Eldhúsrullur
- Viskustykki og borðtuskur
Baðherbergi
- WC
- Sturta
- Sápa og sturtu gel
Garður
- Borð og stólar
- Gasgrill
- Sérinngangur að gistiherbergisgangi
ATH.
Þetta er EKKI "party" herbergi
Reyklaus (nema í garðinum)
Engin gæludýr
Svefnró skal vera í húsinu milli kl.22:00 - 08:00
Skilja þarf við herbergi í snyrtilegu
ástandi við brottför
|
|
|
|