English
English

Um okkur

GentleSpace er fjölskyldufyrirtæki. Hugmyndin fæddist þegar við vorum að koma frá vel heppnaðri helgarferð til Akureyrar árið 2005. Nokkrum mánuðum seinna var fyrsta skrefið tekið með kaupum á íbúð í miðbæ Akureyrar, sem ætluð var sem gistiíbúð.

Gisting Ísafirði. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og í dag rekum við þrjár gistiíbúðir á Ísafirði. Við innréttuðum þær með eitt markmið í huga: að skapa hlýlegt og notalegt andrúmsloft þar sem gestir okkar geta notið dvalarinnar – og á sanngjörnu verði.

Við erum þrjú í þessu litla fjölskyldufyrirtæki, hjónin Gurrý og Róbert og framhaldsskólapilturinn Arnór. Saman gerum við okkar besta til þess að gera dvöl ykkar á Ísafirði sem ánægjulegasta.


Verið velkomin!