English
English
02/07/2012
Fimm nýir matsölustaðir á Ísafirði
Hægt er að fara út að borða með fjölskylduna á 25 veitingastöðum á norðanverðum Vestfjörðum, en mikil gróska hefur verið í ferðaþjónustu á Vestfjörðum á undanförnum árum. Sigríður Kristjánsdóttir verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir að aukning matsölustaða á Vestfjörðum beri þessari grósku fagran vitnisburð.
 
„Þetta er mikil breyting á aðeins örfáum árum,“ segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið. Á Ísafirði hafa opnað fimm nýir veitingastaðir í vor, en aukning veitingastaða á Vestfjörðum á síðastliðnum tveimur árum hefur verið umtalsverð.

Eftirfarandi eru matsölustaðir á Ísafjörður: 
Tjöruhúsið 
Bræðraborg Café- nýr 2012 
Edinborg - Bistro Bar - nýjir rekstraraðilar 2012 
Húsið - nýr 2012  
Hótel Ísafjörður /Við Pollinn
Kaffi Ísól (Pönnukökuhúsið) - nýtt 2011 
Faktorshús í Hæstakaupstað - nýr rekstraraðili 1. júní 
Bakarinn 
Gamla bakaríið 
Subway - nýr 2012 
Thai Koon 
Hamraborg 
Krílið
 
Heimild: www.bb.is
 Leita í fréttum Frá árinu: Leitarorð:

12
Býður upp á alvöru jeppaferðir 21.5.2014
Iceland Backcountry Travel er nýstofnað ferðaþjónustufyrirtæki á Ísafirði. Guðmundur Valdimarsson er eigandi fyrirtækisins og hefur hann til umráða sjö manna jeppa. „Þetta verða alvöru jeppatúrar, bæði jöklaferðir á Drangajökul og um vegi á Vestfjörðum sem eru i
meira
Fjölbreytar vetrarferðir í boði hjá Vesturferðum 6.11.2013
Ferðamönnum stendur ýmislegt til boða á Vestfjörðum. Nanct Bectloff, framkvæmdastjóri Vesturferða á Ísafirði, nefnir í því sambandi menningargöngur, kajakferðir, norðurljósaferðir í Heydal, og skoðunarferðir af ýmsu tagi. Þá má ekki gleyma því a&
meira
Heimildarmynd um sögu Ísafjarðar 10.10.2013
Vinna við heimildarmynd um sögu Ísafjarðar í máli og myndum er langt komin í klippingu. Hnífsdælingurinn Guðmundur Tryggvi Ásbergsson er framleiðandi myndarinnar og á hugmyndina að henni. Vildi hann hjálpa ferðamönnum, til að mynda farþegum skemmtiferðaskipa, að upplifa Ísafjörð
meira
Kostuleg mynd af pari og hundi 7.10.2013
Ljósmynd Gudrunar Ninu Petersen var valin besta ljósmyndin í ljósmyndasamkeppninni Mínir Vestfirðir sem Markaðsstofa Vestfjarða efndi til í sumar. „Gudrun Nina tók alveg kostulega mynd af pari og hundi á Rauðasandi, hún fær að launum iPad mini,“ segir Díana Jóhannsdóttir markaðsfulltrúa MV. H
meira
Fengu tvær lúður sama daginn 8.7.2013
Það komu tvær lúður á einn og sama bátinn í síðasta mánuði og það sama daginn sem er mjög óvenjulegt. Þær vógu 67 og 70 kíló. Það er einsdæmi að menn fái tvær lúður sama daginn á sama báti. Veiðin hefur verið góð að u
meira
Kajakferðir í boði um páskana 17.3.2013
„Aðstaða Sæfara verður opin frá kl. 11-16 yfir páskana. Þar verður hægt að leigja sér báta og þar verður eflaust hægt að leigja leiðsögn. Við vonumst til að fólk láti sjá sig enda var þetta vinsælt um síðustu páska,“ segir Rúnar Helgi Haraldsson, forma&
meira
Skíðaævintýri á Vestfjörðum 12.3.2013
„Ég held að öll jákvæð umfjöllun hafi góð áhrif og við viljum sýna náttúruna okkar eins og hægt er. Það er mjög flott að þeir skuli koma hingað að taka myndir,“ segir Daníel Jakobsson bæjarstjóri á Ísafirði, en um 20 manna hópur frá Marmot, sem er
meira
Bætt aðgengi ferðamanna í Vesturbyggð 3.2.2013
„Það er erfitt fyrir lítið og fjárvana sveitarfélag að standa undir þessu og við erum heppin að fá þennan styrk frá Ferðamálastofu,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð um 1,5 milljóna króna styrk sem Vesturbyggð og Umhverfisstofnun fengu á dögunum
meira
One Scene frumsýnd 13. desember 4.12.2012
Vestfirska bíómyndin One Scene verður frumsýnd þann 13. desember næstkomandi í Ísafjarðarbíói. Myndin er leikstýrð af bandaríska leikstjóranum Gerrit Marks, en hann leikur einnig aðalhlutverkið í myndinni ásamt Katrínu Líney Jónsdóttur. Myndin er í fullri lengd, en hún
meira
Bubbi og Helgi Björns á leiðinni vestur 17.10.2012
Fjölmargir þungavigtarmenn í tónlistinni hafa boðað komu sína til Ísafjarðar á haustdögum. Greint hefur verið frá komu Björgvins Halldórssonar og Stefáns Hilmarssonar og Sálarinnar Hans Jóns Míns og nú hafa Bubbi Morthens og Helgi Björnsson boðað komu sína vestur. Bubbi ver
meira
12